Nemendur í sögugöngu í góða veðrinu
Nemendur í sögugöngu í góða veðrinu

Veðrið hefur sannarlega leikið við nemendur og starfsfólk MA síðustu daga, rétt eins og aðra norðan heiða. Sólin varpar gulum geislum sínum og minnir okkur á að sumarið er ekki búið þó skólastarf sé hafið. Gulrauðir tónar gróðursins gefa þó til kynna hvað klukkan slær. Skólalóðin iðar af lífi og MA-ingar þramma um götur bæjarins. Hópeflisleikir, sögugöngur, skoðunar- og ísferðir og samráðsfundir kennara í Lystigarðinum hafa litað starfsemi skólans síðustu daga. Eitthvað virðist ætla að draga úr hlýindunum í dag og næstu daga, þó ekki meira en svo að aðstæður til útivistar verða áfram bærilegar. Langtímaspáin gerir ráð fyrir góðu útivistarveðri svo búast má við áframhaldandi samverustundum nemenda og kennara á gráu grjóti og grænum grundum Akureyrar.