- Skólinn
- Skólinn og starfið
 - Fólk og félög
 - Sýn, stefnur og mat
 - Hús skólans
 
 - Námið
 - Þjónusta
 
Í löngu frímínútum í dag spilaði Sunna Björnsdóttir á píanó á örtónleikum á Sal í Gamla skóla. Sunna er nemandi í 2. bekk U. Hún lék verk eftir Bach og Albéniz. 
Í dag opnaði FÁLMA, Félag áhugaljósmyndara í MA, nýja ljósmyndasýningu á ganginum milli Hóla og Gamla skóla. Félagið hefur nú eignast nýja sýningarramma og stefnir að frekari sýningum í vetur. Það vekur athygli hve ljósmyndararnir eru margir og meirihluti þeirra stúlkur. Þema sýningarinnar er Sumarið 2009.
.