LMA, leikfélag skólans, tilkynnti í löngu frímínútum í gær hvert verkefni félagsins verður í vetur. Það er söngleikurinn Footloose, en mörg þekkja bíómyndina sem kom út 1984 með Kevin Bacon í aðalhlutverki. Strax í næstu viku verða prufur þótt æfingaferlið hefjist ekki að fullu fyrr en eftir áramót og kemur þá í ljós hver fetar í fótspor Bacon. Frumsýning verður 3. mars og leikstjórar eru Elísabet Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarson. Leikfélagið stefnir líka að því að hafa spunanámskeið síðar í haust og vonandi senda lið til þátttöku í Leiktu betur.