- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú er haustannarprófum og flestum sjúkraprófum lokið. Skólinn fór ekki varhluta af miklum veikindum í samfélaginu og því voru óvenju mörg sjúkrapróf, en alla jafna eru MA-ingar heilsuhraustir í próftíð og forfallapróf fá.
Framundan er jólafrí og víst er að nemendum og kennurum finnst það fagnaðarefni eftir annasama daga. Starfsfólk mætir aftur til vinnu 5. janúar og vorönn hefst 7. janúar. Þá verður kennd hraðtafla. Fyrstu vikuna verða ekki vinnustundir en þær verða notaðar fyrir prófsýningar og til að kynna app sem tekið verður í notkun eftir áramót og verður sagt betur frá síðar.
Skólinn verður lokaður frá 22. desember til 5. janúar.
Menntaskólinn á Akureyri óskar nemendum, starfsfólki og velunnurum gleðilegra jóla.