Vorannarprófum lýkur í vikunni.
Vorannarprófum lýkur í vikunni.

Nú hillir undir lok próftíðar og námsmat vorannar.

Opnað verður fyrir Innu  fimmtudaginn 28. maí. Nokkur sjúkra-/forfallapróf verða 29. maí.

Dagana 2. – 4. júní verða haldin endurtökupróf. Endurtökupróf í vorannaráföngum verða með sama hætti og vorannarprófin, þ.e. rafræn en endurtökupróf í áföngum frá haustönn verða skrifleg próf á staðnum. Þar sem prófhaldið var skipulagt áður en umtalsverðar breytingar höfðu orðið á samkomubanni var prófum í tveimur áföngum frestað fram í ágúst, það er stærðfræði í 1. og 2. bekk á NB og RB. Tafla yfir endurtökuprófin birtist í lok vikunnar.

Þeir sem ætla að taka endurtökupróf verða að skrá sig í þau, ekki seinna en sólarhring fyrir prófið, á afgreidsla@ma.is. Þegar skráningin er móttekin er henni svarað og gefnar upp upplýsingar um reikning til að leggja próftökugjaldið inn á.

Nemendum sem hafa fall í fleiri en einni grein er bent á að hafa samband við námsráðgjafa eða stjórnendur.