Hluti af 3T í síðustu kennslustundinni á önninni
Hluti af 3T í síðustu kennslustundinni á önninni

Fjölmörgum áföngum lýkur án lokaprófa en um 27 áföngum lýkur með prófum núna í lok annar, sem gilda þó mismikið. Á morgun er síðasti kennsludagur annarinnar en ekki skyldumæting fyrir nemendur, heldur geta þeir nýtt daginn til lestrar eða undirbúnings fyrir þessa lokatörn. Flest prófin eru föstudaginn 10. desember og mánudaginn 13. desember. Síðustu prófin eru þann 17. en þó eru sjúkrapróf 20. desember.

Próftafla nemenda er í INNU og einnig á ma.is. Stofutafla verður á töflunni í anddyri skólans að morgni hvers prófdags. Á ma.is og instagram má einnig finna ýmis hollráð til nemenda á þessum lokametrum annarinnar.

Starfsfólk skólans sendir nemendum bestu óskir um gott gengi í prófunum.