Gamli skóli í desemberbirtunni. Mynd: Margrét K. Jónsdóttir.
Gamli skóli í desemberbirtunni. Mynd: Margrét K. Jónsdóttir.

Lokanámsmat hófst í dag og stendur til 16. desember. Þann dag verður opnað fyrir einkunnir í Innu.

Próftafla er í Innu og á ma.is.

Stofutöflur verða á töflunni í anddyrinu að morgni prófdags.

Ef nemandi er veikur á prófdegi þarf að hringja áður en próf hefst í 455-1555 eða senda póst á afgreidsla@ma.is. Forfallapróf eru 19. og 20. des; taflan kemur 16. desember á ma.is

Óleyfileg gögn í prófi þýða fall í áfanganum. Úlpur og töskur á ekki að taka með inn í stofur og ekkert á að vera á borðinu nema skriffæri og leyfileg hjálpargögn. Símar, snjallúr, heyrnartól og þ.h. telst til óleyfilegra hjálpargagna og má því ekki hafa á sér.

Hægt er að nota skólastofur til að lesa fyrir próf en afar mikilvægt er að sýna góða umgengni og skilja ekki eftir pizzukassa eða annað rusl.

Á próftíma þarf að ríkja ró og friður og þess vegna eru nemendur beðnir um að safnast ekki saman í Kvosinni að loknum prófum.

Farið vel með ykkur og gangi ykkur sem best í prófunum.