Karl Frímannsson tekur við lyklunum að MA úr hendi fráfarandi skólameistara, Jóns Más Héðinssonar
Karl Frímannsson tekur við lyklunum að MA úr hendi fráfarandi skólameistara, Jóns Más Héðinssonar

Fyrsti vinnudagur nýs skólameistara, Karls Frímannssonar, er í dag. Jón Már Héðinsson fráfarandi skólameistari afhenti honum lyklana að húsum skólans í sama leðurveskinu og hann fékk úr hendi forvera síns, Tryggva Gíslasonar. Karl segist spenntur að hefja störf og það sé tilhlökkun að takast á við ný verkefni og kynnast nemendum og starfsfólki.