Flaggað við Gamla skóla 17. júní
Flaggað við Gamla skóla 17. júní

Löng hefð er fyrir því að afmælisárgangar Menntaskólans á Akureyri hittist og fagni saman. Þessi hátíðahöld féllu niður síðast liðin tvö ár en nú er þráðurinn tekinn upp á nýju. MA-hátíð verður í Íþróttahöllinni 16. júní og að auki skipuleggja árgangar ýmis konar óvissuferðir og samverustundir dagana á undan. 25 ára stúdentar sjá um og skipuleggja hátíðina. Allar upplýsingar eru á jubilantar.is.

Brautskráning fer að venju fram 17. júní, kl. 10 frá Íþróttahöllinni en henni verður einnig streymt. Um kvöldið verður sameiginleg hátíðarveisla nýstúdenta, fjölskyldna þeirra og starfsfólks. Nýstúdentar marsera svo um miðbæinn um kl. 23. Skólinn verður opinn milli kl. 12 og 15 og þá geta bæjarbúar og aðrir gestir heimsótt skólann.