Lið MA er komið áfram í undanúrslit Gettu betur 2019. Mynd: RÚV
Lið MA er komið áfram í undanúrslit Gettu betur 2019. Mynd: RÚV

Lið Menntaskólans á Akureyri er komið í undanúrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Liðið, sem samanstendur af keppendum og þjálfurum, gerði góða ferð suður yfir heiðar á föstudaginn þegar það bar sigurorð af liði Verzlunarskólans með 29 stigum gegn 22.


Nú liggur fyrir að lið MR og MA fara áfram upp úr 8-liða úrslitum. Næstu tvær vikur ræðst hvaða tvö lið til viðbótar fylgja þeim í undanúrslit sem fara fram dagana 1. og 8. mars.


Sannarlega frábær árangur hjá liðinu okkar. Ekki má gleyma þætti stuðningsmannaliðsins sem fylgdi liðinu suður og hvatti það áfram allan tímann á meðan viðureigninni stóð. Söngvar og hvatningaróp settu þannig skemmtilegan svip á spennandi rimmu tveggja góðra liða.