Lið MA er komið í undanúrslit í MORFÍs 2023
Lið MA er komið í undanúrslit í MORFÍs 2023

Lið MA hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum í Ármúla í 8-liða úrslitum MORFÍs í kvöld. Þegar upp var staðið hafði MA 78 stig í forskot á FÁ. Yfirskrift viðureignarinnar var Heimur þar sem að dýr geta talað. Lið MA var með en lið FÁ var á móti. Úrslit kvöldsins þýða að Menntaskólinn á Akureyri er kominn í undanúrslit keppninnar.

Ekki liggur fyrir hvaða skólar fylgja MA en aðrar viðureignir í fjórðungsúrslitunum eru viðureign Menntaskólans við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Menntaskólinn í Reykjavík keppir á móti Verzlunarskóla Íslands og Flensborg eða Menntaskólinn í Kópavogi mætir Kvennaskólanum í Reykjavík.

Lið MA í kvöld var skipað þeim Heiðrúnu Hafdal Björgvinsdóttur, Kristu Sól Guðjónsdóttur, Sjöfn Huldu Jónsdóttur og Þorsteini Jakobi Klemenzsyni. Krista Sól var valinn ræðumaður kvöldsins. Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar fólki.