Fulltrúi Kvennaathvarfsins á Akureyri veitir viðtöku styrk frá MA-ingum
Fulltrúi Kvennaathvarfsins á Akureyri veitir viðtöku styrk frá MA-ingum

Nemendur í MA söfnuðu rúmlega einni milljón í góðgerðavikunni í síðustu viku sem rennur óskipt til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Sandra Valsdóttir veitti styrknum viðtöku í dag og hann á eflaust eftir að nýtast til góðra verka.

Á myndinni eru, auk Söndru, Karl Frímannsson skólameistari og fulltrúar stjórnar skólafélagsins, Sölvi Jónsson, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen, Þorsteinn Jakob Klemenzson, Þura Björgvinsdóttir og Birgir Orri Ásgrímsson.