Lið MA sem atti kappi við FB. Frá vinstri: Elva Rut Birkisdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Tómas Kri…
Lið MA sem atti kappi við FB. Frá vinstri: Elva Rut Birkisdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Tómas Kristinsson. Mynd: RÚV.

Fyrri umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna árið 2026 hófst í gær með fjórum viðureignum. Lið Menntaskólans á Akureyri hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, 19-14. Liðið skipa þau Elva Rut Birkisdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Tómas Kristinsson.

Fjórar viðureignir fara fram í dag en fyrri umferð lýkur á morgun, miðvikudag þegar tíu skólar berjast um fimm sæti í seinni umferð sem fer fram dagana 19. og 21. febrúar. Alls taka 27 skólar þátt í keppninni í ár. Helga Margrét Höskuldsdóttir hefur tekið við hlutverki spyrils í keppninni. Spurningahöfundar eru þeir Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur B. Bragason en þeir njóta aðstoðar Arnars Gunnarssonar. Sjónvarpsútsendingar hefjast 26. febrúar.