MA mætir Menntaskóla í tónlist í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna. Mynd: Skjáskot RÚV
MA mætir Menntaskóla í tónlist í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna. Mynd: Skjáskot RÚV

Fyrsta umferð í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur fer fram dagana 4. - 7. janúar. Að þessu sinni taka 26 skólar þátt í keppninni.

Okkar fólk stendur í eldlínunni í kvöld þegar MA mætir Menntaskóla í tónlist. Lið MA skipa þau Ásdís Einarsdóttir, Óðinn Andrason og Sóley Anna Jónsdóttir. Tvær aðrar viðureignir fara fram í kvöld.

Spyrill í Gettu betur er Kristjana Arnarsdóttir en spurningahöfundar og dómarar eru þau Jóhann Alfreð Kristinsson, Laufey Haraldsdóttir og Sævar Helgi Bragason.

Hægt verður að fylgjast með viðureignum kvöldsins sem og öðrum viðureignum í fyrstu umferð í streymi frá vef RÚV núll.

Við sendum okkar fólki baráttukveðjur. Áfram MA.