MA og Flensborg mætast í 8 liða úrslitum í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna 2019
MA og Flensborg mætast í 8 liða úrslitum í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna 2019

Menntaskólinn á Akureyri mætir Flensborgarskóla í 8 liða úrslitum Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna (MORFÍS) þriðjudaginn 12. febrúar í Kvosinni. MA sigraði MÍ í 16 liða úrslitum. Flensborg hafði betur gegn liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Lið Flensborgarskólans er verðugur andstæðingur. Liðið hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár og hefur tvívegis fagnað sigri í keppninni sem fyrst var haldin árið 1984. Menntaskólinn á Akureyri hefur sömuleiðis sigrað tvisvar. Allt stefnir því í æsispennandi keppni um sæti í undanúrslitum MORFÍS 2019.

Aðrar viðureignir í 8 liða úrslitum eru þessar.

Verslunarskólinn - Tækniskólinn
Framhaldsskólinn á Laugum - Kvennaskólinn
Menntaskólinn í Reykjavík – Menntaskólinn við Hamrahlíð

Við óskum krökkunum okkar góðs gengis í Kvosinni á þriðjudaginn. Áfram MA!