Liðsmenn MA eftir sigurinn gegn Flensborg í 8-liða úrslitum MORFÍs 2019
Liðsmenn MA eftir sigurinn gegn Flensborg í 8-liða úrslitum MORFÍs 2019

Lið Menntaskólans á Akureyri etur kappi við lið Kvennaskólans í Reykjavík í undanúrslitum MORFÍs sunnan heiða laugardaginn 16. mars.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni keppa Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík.

Nemendum MA gefst kostur á að fjölmenna í húsakynni Kvennaskólans til að styðja sitt lið á laugardaginn. Á heimasíðu Hugins geta nemendur skráð nafn sitt ef þeir hyggjast leggja land undir fót til að hvetja liðið áfram í úrslit Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna 2019.