- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Eins og líklega flestum er orðið ljóst bar MA sigur úr býtum í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi síðastliðið föstudagskvöld. Andstæðingur MA í úrslitaviðureigninni var Flensborgarskóli. Keppt var í Háskólabíói. Umræðuefnið var „Ísland í NATÓ“, Flensborg mælti með en MA var á móti. Fundarstjóri var Róbert Laufdal. Dómarar kvöldsins voru Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir, Geir Zoëga, Huginn Sær Grímsson, Stefán Óli Jónsson og oddadómari Katrín Ósk Ásgeirsdóttir.
Fór svo að lokum að MA fékk 2416 stig en Flensborg 2194 stig. Stigafjöldi segir þó ekki alla söguna því til að sigra þarf meirihluti dómara að dæma viðkomandi liði sigur. Af fimm dómurum dæmdu fjórir MA sigur og afstaða þeirra því nokkuð afgerandi. Ræðumaður kvöldsins var Krista Sól Guðjónsdóttir. Hún var stigahæst allra sem stigu í pontu. Þar sem um úrslit var að ræða hlaut hún jafnframt titilinn Ræðumaður Íslands 2024. Krista Sól fékk 908 stig. Næst stigahæsti ræðumaður kvöldsins kom einnig úr okkar röðum því Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir hlaut 848 stig. Sigurlið MA skipa auk þess Benjamín Þorri Bergsson ræðumaður, Reynir Þór Jóhannsson liðsstjóri og Þórhallur Arnórsson liðsstjóri í sal. Þjálfarar eru Embla Kristín Blöndal, Ingvar Þóroddsson, Jóhannes Óli Sveinsson og Þröstur Ingvarsson.
Við óskum liðinu innilega til hamingju með þennan glæsilega sigur.