Nemendur MA við rásmark Brunnárhlaups árið 2012
Nemendur MA við rásmark Brunnárhlaups árið 2012

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) hófst föstudaginn 23. september í meira en 30 Evrópulöndum. Ísland er þar á meðal. Markmiðið er að kynna íþróttir og hreyfingu um alla álfuna og spyrna gegn hreyfingarleysi. Einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu eru BeActive en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um verkefnið. Menntaskólinn á Akureyri lætur ekki sitt eftir liggja. Hreyfing verður nú sem fyrr í hávegum höfð á hinum ýmsu sviðum skólastarfsins.

Við í MA tókum forskot á sæluna fimmtudaginn 22. september á bíllausum degi sem einnig var hluti af evrópskri samgönguviku. Framundan er stútfull vika af hreyfingu og skemmtun. Meðal þess sem verður í boði er leit að íþróttakennurum í Lystigarðinu, heilsuganga í Naustaborgum og hið fornfræga Brunnárhlaup. Nálgast má nánari upplýsingar um viðburði og tímasetningar með því að smella hér.