Framhaldsskólar etja kappi þessa dagana í Gettu betur. Mynd RÚV.
Framhaldsskólar etja kappi þessa dagana í Gettu betur. Mynd RÚV.

Lið Menntaskólans á Akureyri er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Þetta varð ljóst í kvöld þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Kvennaskólanum í Reykjavík. Lokatölur urðu 27-17 Kvennó í hag.

Lið MA skipa þau Óðinn Andrason, Sunna Katrín Hreinsdóttir og Tryggvi Snær Hólmgrímsson. Þjálfari liðsins er Sóley Anna Jónsdóttir.

Fyrstu umferð lýkur á morgun með fjórum viðureignum. Sigurliðin mætast í annarri umferð 17. og 19. janúar.