Mynd: RÚV
Mynd: RÚV

Lið MA hefur lokið keppni í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna þetta skólaárið. Þetta varð ljóst í kvöld þegar önnur umferð keppninnar hófst með fjórum viðureignum. Okkar fólk keppti við lið MH en þessi sömu lið öttu kappi í úrslitum keppninnar síðastliðið vor þar sem MH fór með sigur af hólmi. Eftir nokkuð jafnan leik í bjölluspurningum, jók Menntaskólinn við Hamrahlíð forystuna jafnt og þétt og fór að lokum með sigur af hólmi. Lokatölur 34-15 MH í vil. Lið MA skipa þau Elva Rut Birkisdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Tómas Kristinsson. Sjónvarpsútsendingar hefjast 26. febrúar þegar fyrsta viðureign 8-liða úrslitanna fer fram.