MA þurfti að lúta í lægra haldi gegn Kvennó í undanúrslitum MORFÍs
MA þurfti að lúta í lægra haldi gegn Kvennó í undanúrslitum MORFÍs

Lið Menntaskólans á Akureyri er úr leik í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna 2019 (MORFÍs). Liðið keppti við lið Kvennaskólans í Reykjavík í undanúrslitum um nýliðna helgi.

Viðureignin var æsispennandi og munurinn á liðunum einungis 46 stig þegar yfir lauk. MA hlaut samtals 1376 stig. Kvennaskólinn krækti sér hins vegar í 1422 stig og vann því nauman sigur.

Kvennaskólinn tryggði sér þar með farseðilinn í úrslit keppninnar þar sem liðið mætir annað hvort Verzlunarskóla Íslands eða Menntaskólanum í Reykjavík.

Þar með er þátttöku MA í MORFÍs og Gettu betur lokið þetta árið. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi staðið sig vel. Bæði lið féllu úr keppni í undanúrslitum eftir spennandi viðureignir þar sem úrslit réðust í lokin.