Snæbjörn Rolf og Magnús Máni
Snæbjörn Rolf og Magnús Máni

Þýskuþraut framhaldsskólanna var haldin fyrr í vetur á tveimur þyngdarstigum og tóku 112 nemendur víðs vegar af landinu þátt í henni. MA átti tvo nemendur í efstu 10 sætunum á stigi 1.  Það voru þeir Snæbjörn Rolf Blischke  (3. sæti) og Magnús Máni Sigurgeirsson (7. sæti) og fengu þeir í tilefni þess bókaverðlaun frá Þýska sendiráðinu. Við óskum Magnúsi Mána og Snæbirni Rolf innilega til hamingju með árangurinn.