Margrét Lára Viðarsdóttir ásamt Ingu íþróttakennara sem hafði veg og vanda af heimsókn Margrétar.
Margrét Lára Viðarsdóttir ásamt Ingu íþróttakennara sem hafði veg og vanda af heimsókn Margrétar.

Margrét Lára Viðarsdóttir hélt erindi á Sal í dag fyrir alla nemendur skólans um andlegan styrk. Hún fór í gegnum 7 þætti sem allir geta ýtt undir andlegan styrk, og tók dæmi um hvernig væri hægt að efla þá. Þetta eru atriði eins og ábyrgð, sjálfstraust, félagsleg tengsl og svefn. Hún ræddi svo við nemendur eftir fyrirlesturinn og m.a. vildu einhverjir fá rökstuðning fyrir því af hverju hún segði Ronaldo vera betri knattspyrnumann en Messi.

Skólinn fékk styrk frá ÍSÍ til að geta boðið upp á þennan fyrirlestur, sem var vekjandi og áhugaverður.