Jakob Birgisson, Meistari Jakob, fer með gamanmál í Kvos
Jakob Birgisson, Meistari Jakob, fer með gamanmál í Kvos

Eftir að hafa slegið í gegn í höfuðborginni undanfarin misseri með uppistand sitt er hann kominn til Akureyrar til að skemmta Norðlendingum. Jakob Birgisson, sem margir þekkja undir listamannsnafninu Meistari Jakob, gaf sér tíma til að spjalla við nemendur í frímínútum.

Nemendur komu sér fyrir í Kvosinni og hlustuðu á Jakob segja gamansögur af sér og samferðamönnum. Stutt en skemmtileg afþreying í morgunsárið og kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu nestishléi.