Marta Nordal leikhússtjóri ásamt Völu Fannell kennara í hópi nemenda í 1FL
Marta Nordal leikhússtjóri ásamt Völu Fannell kennara í hópi nemenda í 1FL

Leikfélag Akureyrar býður öllum nemendum á kjörnámsbraut í sviðslistum frímiða á allar sýningar LA. Marta Nordal leikhússtjóri kom í heimsókn í 1FL þessu til staðfestingar og ríkir mikil ánægja með þetta góða samstarf. Báðir bekkirnir hafa nú þegar farið á sýninguna Fullorðin og í dag heimsóttu leikarnir Árni Beinteinn Árnason,  Birna Pétursdóttir og Vilhjálmur Bergmann bekkina og spjölluðu við þau um sýninguna, vinnuferlið, húmorinn og annað skemmtilegt sem bar á góma.