Í gær fóru nemendur og kennarar í menningarlæsi í hálfsdagsferð fram í Eyjafjörð í fallegu og björtu veðri. Nemendur sáu um leiðsögn í rútunum um það sem fyrir augu bar og stóðu sig með prýði. Þeir sögðu meðal annars frá fjallinu Kerlingu, Grundarreit, Möðruvöllum og kúabúskap hérlendis.

Smámunasafn Sverris Hermannssonar var heimsótt en þar má finna allt milli himins og jarðar, frá lyklum í massavís að saumavélum sem metnar eru á þrjár milljónir króna stykkið. Einnig heimsótti hópurinn Kaffi Kú og tæknivæddasta fjós landsins á Garði. Í Funaborg á Melgerðismelum gæddu ferðalangarnir sér á nesti, tóku þátt í fjöldasöng, sáu stutt leikrit og fóru í reiptog.

Með nemendum í för voru Anna Sigríður Davíðsdótir, Logi Ásbjörnsson, Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir og Sigríður Steinbjörnsdóttir.

Myndir tók Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.

Miklu fleiri myndir í Myndasafni.