Menningarlæsi í Kjarnaskógi
Menningarlæsi í Kjarnaskógi

Nemendur í Menningarlæsi í 1. bekk brugðu sér í Kjarnaskóg á skólatímanum í gær og tóku til hendinni undir stjórn skógarvarða.

Eitt af markmiðum hins samþætta áfanga menningarlæsis er að virkja nemendur – og að færa námið af og til út úr skólastofunni.

Við höfum farið í ýmsar styttri og lengri vettvangsferðir í menningarlæsinu á síðustu fjórum árum; Siglufjarðarferð er fastur liður, ýmis konar göngutúrar um Akureyri hafa verið á dagskrá, við heimsóttum togarann Kristinu, sigldum með Húna o.fl.

Í gær fóru nemendur í menningarlæsi í Kjarnaskóg og lögðu þar hönd á plóg, hreinsuðu í runnabeðum svokallaðs völundarhúss og fjarlægðu lausar greinar sem síðan verða kurlaðar og notaðar í runnabeðin. Á eftir drukku nemendur kakó í góða veðrinu og snæddu flatbökur.

Á þetta að heita skóli?

Já, við lítum svo á. Með þessu leggjum við okkar að mörkum til samfélagsins sem er okkar sameign og stuðlum að því að þeir sem munu erfa landið getið gengið að enn betra útivistarsvæði í Kjarnaskógi en við höfum núna.

Myndirnar eru frá Kjarnaskógarferðinni.

Í KjarnaskógiÍ Kjarnaskógi