Líf og fjör verður í MA í dag
Líf og fjör verður í MA í dag

Í dag, þriðjudaginn 24. maí, býðst nemendum í 9. og 10. bekk ásamt foreldrum og forráðamönnum að heimsækja Menntaskólann á Akureyri. Kennarar, starfsfólk og nemendur munu taka á móti gestum klukkan 16:30 – 17:30 og svara spurningum um námið, hraðlínu, félagslífið og fleira sem tengist skólanum. Skemmtiatriði og veitingar í boði. Opið er fyrir umsóknir í framhaldsskóla til 10. júní nk. á www.menntagatt.is. Umsóknir um hraðlínu fara í gegnum ma.is. Við hvetjum fólk til þess að koma í MA í dag og kynna sér málin, þiggja veitingar og njóta samveru.