Nemendur í 2. bekk fá kynningu á skyndihjálp hjá Rauða krossinum
Nemendur í 2. bekk fá kynningu á skyndihjálp hjá Rauða krossinum

Námsgreinin sem einu sinni hét íþróttir eða leikfimi heitir nú Heilbrigði og lífsstíll. Innan þeirra greinar rúmast margs konar fræðsla til að auka heilbrigði og ábyrgð nemenda á eigin heilsu og geta brugðist við fjölbreyttum aðstæðum. Einn þáttur í þessari fræðslu er kynning á skyndihjálp fyrir nemendur í 2. bekk hjá Rauða krossinum. Starfsfólk Rauða krossins er svo magnað að taka alltaf á móti okkur og vera með fræðslu og gefa nemendum tækifæri til að æfa hnoð. Nú í vikunni fóru nemendur í 2A, 2F, 2G og 2L og á næstu önn fara svo hinir bekkirnir. Þetta er vísa sem er aldrei of oft kveðin.