Krista Sól ræðumaður kvöldsins í ræðustól. Skjáskot.
Krista Sól ræðumaður kvöldsins í ræðustól. Skjáskot.

Lið MA féll úr leik í undanúrslitum MORFÍs í gærkvöld. Liðið varð að lúta í lægra haldi gegn MR. Viðureignin fór fram í Reykjavík. Sömu lið mættust í úrslitum síðastliðið vor þegar þau tókust á um mikilvægi Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni var þrætuefnið Latibær, að því gefnu að hann sé til. Menntaskólinn á Akureyri var með og Menntaskólinn í Reykjavík á móti.

Heildarstig kvöldsins voru 2.799. Þau skiptust þannig að MA hlaut 1.350 stig en MR fékk í sinn hlut 1.449 stig. Mismunur liðanna í lok viðureignar var því einungis 99 stig svo ljóst er að ekki mátti miklu muna hvoru megin sigurinn lenti. Dómarar útnefndu Kristu Sól Guðjónsdóttur úr MA ræðumann kvöldsins. Hún hlaut 533 stig.

Lið MA var skipað þeim Heiðrúnu Hafdal Björgvinsdóttur, Kristu Sól Guðjónsdóttur, Sjöfn Huldu Jónsdóttur og Þresti Ingvarssyni. Menntskólinn í Reykjavík mætir annað hvort Menntaskólanum við Sund eða Flensborg í úrslitum á vordögum.