Starfsfólk MA og MR
Starfsfólk MA og MR

Starfsfólk Menntaskólans í Reykjavík lagði land undir fót og heimsótti okkur í MA í dag. Fyrst hélt hópurinn út í Ólafsfjörð og skoðaði Menntaskólann á Tröllaskaga og kom svo eftir hádegið í MA. Gestirnir litu við í síðustu kennslustund dagsins og funduðu síðan með kollegum sínum í MA. Fyrst var haldinn sameiginlegur fundur í Kvosinni og síðan hittust kennarar sem kenna sömu/svipaðar greinar.