Valgarð Már Jakobsson, Björk Margrétardóttir og Kolbrún Ósk Jónsdóttir fyrir utan MA
Valgarð Már Jakobsson, Björk Margrétardóttir og Kolbrún Ósk Jónsdóttir fyrir utan MA

Kennarar hófu skólaárið á því að sækja námskeið  um leiðsagnarnám sem þrír kennarar frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ sáu um, þau Björk Margrétardóttir enskukennari, Kolbrún Ósk Magnúsdóttir félagsgreinakennari og Valgarð Már Jakobsson aðstoðarskólameistari og stærðfræðikennari. Mjög margir kennarar í MA nýta sér slíkar aðferðir en í FMos hefur leiðsagnarnám verið í forgrunni frá stofnun skólans. Þetta var skemmtileg byrjun á haustönninni og nýtist vel inn í undirbúning kennslunnar.