LMA og Málfundafélagið æfa af kappi þessa dagana
LMA og Málfundafélagið æfa af kappi þessa dagana

Það er margvíslegt uppbrot í skólastarfinu þessa dagana; námsmatsdagar miðvikudag og fimmtudag, vetrarfrí á föstudag og Ratatoskur, eða opnir dagar, í lok næstu viku. Nemendur mættu í aukatíma, forfallapróf og viðtöl í dag en á morgun er tóm til að lesa, vinna verkefni, nú eða bara hlaða batteríin. En það er engu að síður annríki í félagslífinu; MORFÍs-lið skólans nýtir þessa daga af kappi til æfinga fyrir keppni sem fram fer á laugardaginn við lið Fjölbrautaskólans í Ármúla. Og leikfélag skólans, LMA, nýtir hverja stund til æfinga enda aðeins vika í frumsýningu. Skólinn og LMA bjóða 9. bekkingum á Akureyri og í nágrenni á generalprufu fimmtudagskvöldið 2. mars og síðan er frumsýning kvöldið eftir. Miðasala er á mak.is.