Miðvikudagurinn 16. október er námsmatsdagur í MA. Þann dag er ekki mætingaskylda nemenda nema í próf og annað námsmat. Kennarar vinna að miðannarmati fyrir 1. og 2. bekk, sem mun birtast nemendum og forráðamönnum í INNU. Miðannarmatið er ekki formlegt lokamat, heldur vísbending um stöðu nemandans og hvernig halda þurfi á málum þær vikur sem eftir eru af haustönninni. Matið er í bókstöfum, A (afbragðs ástundun), G (góð ástundun), S (sæmileg), O (óviðunandi). 

Haustfrí er 17. og 18. október. Skólinn verður lokaður þessa daga. 

Próftafla haustannar er nú sýnileg í Innu.