Nemendur stilltu sér upp fyrir myndatöku í Mývatnssveit
Nemendur stilltu sér upp fyrir myndatöku í Mývatnssveit

Þriðjudaginn 10. september reimuðu nemendur og kennarar í náttúrulæsi á sig útiskóna og fóru í Mývatnssveit eins og undanfarin haust. Markmið ferðarinnar er nám og leikur, að njóta útiveru og skoða fjölbreytta náttúru sveitarinnar.

Nemendur fóru á þrjár stöðvar þar sem jarðfræði og lífríki var í forgrunni og í lokin dýfðu flestir sér í jarðböðin. Þó ekki hafi litið sérstaklega vel út með veður þá slapp það alveg til, engir urðu blautir nema þegar þeir fóru í baðið.

Á fésbókarsíðu skólans má sjá fleiri myndir úr ferðinni.