Nemendur í Mývatnssveit
Nemendur í Mývatnssveit

Ein tegund af farfuglum er 1. bekkur náttúrulæsis í MA. Vor og haust heimsækja nemendur Mývatnssveit heim og sinna náttúrurannsóknum og útivist. Miðvikudaginn 3. maí sl. fóru þessir fuglar ( 1. A, FL, G og H) á stjá í blíðskaparveðri, skoðuðu aðra fugla, hveri, hraunmyndanir af ýmsu tagi og gengu sér til heilsubótar. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.

Gunnhildur Ottósdóttir.