Liðið stóð sig vel þrátt fyrir naumt tap í undanúrslitum
Liðið stóð sig vel þrátt fyrir naumt tap í undanúrslitum

Menntaskólinn í Reykjavík hafði betur gegn Menntaskólanum á Akureyri í undanúrslitum Gettu betur í kvöld. MA leiddi eftir hraðaspurningarnar 19-17. MR jafnaði metin í bjölluspurningum og var með forystu þegar þeim lauk, 31-29 . Liðin skiptust á að vera með forystu í vísbendingaspurningunum.

Þegar kom að síðasta liðnum, þríþrautinni hafði MR eins stigs forystu, 33-32. MR fékk svarréttinn en svörin voru ekki rétt. Því miður var hið sama upp á teningnum hjá MA og því lokastaðan naumur sigur MR.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar fólki, liðsmönnum og þjálfurum þrátt fyrir svekkjandi tap í kvöld. Liðið stóð sig frábærlega vel í allri keppninni og með örlítilli heppni hefði liðið komist í úrslit keppninnar.