Nemendur hlýða á Halldór Björnsson starfandi dómstjóra. Myndina tók Lilja Ákadóttir
Nemendur hlýða á Halldór Björnsson starfandi dómstjóra. Myndina tók Lilja Ákadóttir

Nemendur í áfanganum Afbrotafræði eru víðförlir á vorönn. Í febrúar kynntu þeir sér starf lögreglunnar á Akureyri með heimsókn á lögreglustöðina við Þórunnarstræti 138.

Hópurinn heimsótti Héraðsdóm Norðurlands eystra í Hafnarstræti 107 í síðustu viku ásamt Lilju Ákadóttur kennara. Halldór Björnsson starfandi dómstjóri tók á móti krökkunum og sagði frá starfsemi dómstólsins.

Meðal þess sem tekið er fyrir í áfanganum er íslenska réttarkerfið og hvernig það er í samanburði við réttarkerfi annarra ríkja. Án vafa hefur heimsóknin varpað ljósi á þessi sem og önnur álitamál sem falla undir markmið áfangans.