Nemendur fyrir framan Lögreglustöðina. Mynd: Lilja Ákadóttir
Nemendur fyrir framan Lögreglustöðina. Mynd: Lilja Ákadóttir

Fimmtudaginn 13. febrúar fór hópur nemenda úr MA ásamt Lilju Ákadóttur kennara í heimsókn á Lögreglustöðina við Þórunnarstræti. Heimsóknin er hluti af námi í afbrotafræði.

Nemendur fengu kynningu á starfi Lögreglunnar og leiðsögn um Lögreglustöðina. Þá skoðuðu krakkarnir fangaklefa og prófuðu búnað lögreglumanna.

Góður rómur var gerður að vettvangsferðinni sem án nokkurs vafa glæðir annars áhugavert viðfangsefni lífi.