- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
Nemendur á fyrsta ári heimsóttu Listasafnið á Akureyri í vikunni. Heimsóknin er hluti af námi í menningarlæsi. Nokkrar sýningar eru í gangi á Listasafninu um þessar mundir. Nemendur fengu leiðsögn um safnið og sérstaka kynningu á þremur sýningum.
Sýningarnar sem teknar voru fyrir eru Skrúðgarður listakonunnar Lilýar Erlu Adamsdóttur, sýning Snorra Ásmundssonar Franskar á milli og yfirlitssýning Þorvaldar Þorsteinssonar Lengi skal manninn reyna.
Nemendur gerðu góðan róm af heimsókninni sem var hin fyrsta á safnið hjá stórum hluta hópsins.