Nemendur í 3. bekk kynna sér Skógarböðin. Mynd: Rannveig Ármannsdóttir
Nemendur í 3. bekk kynna sér Skógarböðin. Mynd: Rannveig Ármannsdóttir

Nemendur á þriðja ári eru í áfanganum náms- og starfsval nú á vorönn.

Í áfanganum kynna nemendur sér m.a. nám og störf að loknum framhaldsskóla og fjallað er um helstu þætti er varða náms- og starfsval. Auk þess er fjallað um ýmis hagnýt atriði eins og fjármálalæsi, gerð ferilskráa og ýmislegt varðandi brautskráningu.

Háskólakynningar voru í síðustu viku en þá fjölmenntu nemendur á Háskóladaginn sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Þar kynntu allir háskólar landsins námsleiðir sínar. Í þessari viku kynna nemendur sér vinnustaði og stofnanir á Akureyri og hver nemandi velur sér tvo staði til að heimsækja. Þar má nefna Sjúkrahúsið á Akureyri, lögreglustöðina, dýralæknastofu, arkitektastofur, Menningarfélag Akureyrar, sálfræðistofur, tannlæknastofur, sjúkraþjálfun, slökkviliðið, böð (Skógarböðin og Jarðböðin) svo eitthvað sé nefnt.  

Kennarar í áfanganum eru Anna Sigríður Davíðsdóttir, Geir Hólmarsson og Rannveig Ármannsdóttir.  

MA þakkar vinnustöðum og stofnunum á Akureyri og nágrenni kærlega fyrir að taka vel á móti nemendum okkar.