Karl Frímannsson, Krista Sól,  Stormur Thoroddsen, Eyrún Huld, Anna Hlín og Magnús Máni
Karl Frímannsson, Krista Sól, Stormur Thoroddsen, Eyrún Huld, Anna Hlín og Magnús Máni

Nýtt kynningarmyndband MA leit dagsins ljós í vetur. Það var hluti af stærra kynningarverkefni SSNE um framhaldsskólana fimm á Norðurlandi eystra, sjá hér.

Fjórir nemendur í MA báru myndbandið okkar uppi, þau Anna Hlín Guðmundsdóttir, Krista Sól Guðjónsdóttir, Magnús Máni Sigursteinsson og Stormur Thoroddsen, nemendur á félagsgreinabraut, heilbrigðisbraut, raungreina- og tæknibraut og kjörnámsbraut í sviðslistum. Skólinn þakkar þeim fyrir þátttökuna og þeirra ómetanlega framlag. Skólameistari og Eyrún Huld formaður kynningarnefndar hittu nemendurna í Sólbyrginu í Gamla skóla í dag og færðu þeim smá glaðning í þakklætisskyni.