Nemendur fá leiðsögn í Hofi
Nemendur fá leiðsögn í Hofi

Nemendur í 1.FL, 1H og 1G brugðu sér af bæ í dag. Þeir fóru á ljósmyndasýningar á vegum Ólafs Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns, Landverndar og SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðulandi). Sýningarnar eru í Hofi, á Glerártorgi og á Amtsbókasafninu. Tilgangur sýninganna er að opna augu fólks fyrir dásemdum jarðarinnar. Hóparnir fengu leiðsögn um sýninguna í Hofi þar sem megin efnið var samspil virkjana og landverndar. Það er gott að komast af og til úr húsi og anda að sér ferska loftinu. Nálgast má fleiri myndir frá ferð nemenda á sýningarnar með því að smella hér.

Gunnhildur Ottósdóttir.