Annarlokum var fagnað með kjötsúpu.
Annarlokum var fagnað með kjötsúpu.

Kennsla á íslenskubrú, námsbraut fyrir byrjendur í íslensku, hófst í haust í Menntaskólanum á Akureyri. Nám og kennsla á brautinni hafa gengið mjög vel og eftir síðasta prófið fögnuðu nemendur og kennarar velgengninni með kjötsúpu og spilamennsku, auk þess sem nemendurnir fengu bók í jólagjöf. Talsverð eftirspurn er eftir plássum á brautinni sem sýnir hve mikilvægur valmöguleiki íslenskubrúin er. Því var ákveðið að taka inn þrjá nýja nemendur á vorönn.

Þau gleðitíðindi bárust einnig fyrir skömmu að kennarar á íslenskubrúnni fengu einn þeirra styrkja sem sótt var um fyrr í vetur. Verkefnið „Foreldrafræðsla með Rauða krossinum“ fékk 4,74 milljónir króna frá Barna- og menningarmálaráðuneytinu.