Mynd: Huginn
Mynd: Huginn

Skammt stórra högga er á milli þessa dagana í MA. Jafnréttisviku er lokið og við tekur Góðgerðavika þar sem nemendur safna áheitum til styrktar góðu málefni. Í ár mun Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi njóta góðs af velvild nemenda. Á fésbókarsíðu Hugins má sjá hvaða gjörninga nemendur ætla að framkvæma í þágu söfnunarinnar. Þar segir enn fremur um Góðgerðavikuna:

Nemendur munu fá valgreiðslur í heimabankann sinn uppá einungis litlar 1.290 kr. Öll fá þá tækifæri til að styrkja þetta frábæra og góða málefni, en í ár ætlum við að styrkja Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Svo geta mamma og pabbi, amma og afi og frændi og frænka tekið þátt í söfnuninni með því að leggja inná Huginn:

Rn. 0162-15-382074
Kt. 470997-2229

Þið getið svo auðvitað lagt meira inn á reikninginn eftir að hafa borgað valgreiðsluna. Þetta er stórt og mikið verk en við höfum fulla trú á öllum menntskælingunum, enda getum við ekki beðið eftir að sjá Halldóru fá sér “Jón Már” tattú og Málfó busla í Kvosinni.