Á hverju ári blæs enskudeild MA til smásagnasamkeppni. Verðlaun eru veitt fyrir þrjár bestu smásögurnar (fjórar að þessu sinni) og þær halda áfram í landskeppni Félags enskukennara á Íslandi.

MA hefur staðið sig afar vel í gegnum tíðina og mjög oft átt nemendur í þremur efstu sætunum á landsvísu.

Þemað í ár var: ‘‘EPIPHANY“ (á íslensku hugljómun)

Í upphafi söngsalar í vikunni voru úrslitin kynnt og alls fengu fjórir nemendur verðlaun. Það voru þær Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir og Sóley Inga Sigurðardóttir. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með sögurnar.

Þær eru á myndinni ásamt enskukennurunum Ágústínu Gunnarsdóttur og Hildi Hauksdóttur.