Stjórn skólafélagsins Hugins 2020-2021
Stjórn skólafélagsins Hugins 2020-2021

Stjórnarskipti fóru fram laugardaginn 9. maí í Kvosinni í MA og í streymi á facebook. Skólameistari veitti fráfarandi stjórn silfuruglu skólans í þakklætisskyni fyrir góð störf og gjöfult samstarf. Nýja stjórn skólafélagsins skipa: 

Forseti: Ína Soffía Hólmgeirsdóttir

Varaforseti: Ólafur Tryggvason

Gjaldkeri: Berglind Halla Þórðardóttir

Ritari: Cristina Silvia Cretu

Skemmtanastjóri: Bjartur Baltazar Hollanders

Meðstjórnandi: Zakaría Soualem

Markaðsstjóri: Úlfur Ólafsson

Forseti hagsmunaráðs: Jóna Margrét Guðmundsdóttir

Fyrrverandi stjórn nýtti tækifærið til að þakka MA-ingum fyrir góða þátttöku í félagslífinu í vetur og helstu hjálparhellum sínum sem t.d. hafa séð um tæknimál eða tóku virkan þátt í undirbúningi árshátíðarinnar. Hún afhenti nýrri stjórn lyklavöldin og ýmsa muni sem ganga á milli stjórna og hafa gert lengi.