Ný stjórn Hugins 2019-2020
Ný stjórn Hugins 2019-2020

Stjórnarskipti í stjórn skólafélagsins Hugins fóru fram í gær, að undangengnum kosningum. Fyrri stjórn nýtti tækifærið til að þakka þeim fjölmörgu nemendum sem hafa lagt hönd á plóg og tekið virkan þátt í félagslífi skólans. 

Nýja stjórn skipa:

Formaður: Júlíus Þór Björnsson Waage

Varaformaður: Oddur Hrafnkell Daníelsson

Gjaldkeri: Rakel Reynisdóttir

Ritari: Friðrik Snær Björnsson

Skemmtanastjóri: Snorri Már Vagnsson

Meðstjórnandi: Bjartey Unnur Stefánsdóttir

Eignastjóri: Benóný Arnórsson

Forseti Hagsmunaráðs: Hugrún Lív Magnúsdóttir

Ágústa Jenný Forberg er ritstýra Munins, formaður skemmtinefndar er Anna Día Baldvinsdóttir, formaður umhverfisnefndar er Hekla Rán Arnaldsdóttir, formaður LMA er Ólafur Ísar Jóhannesson, formaður Málfundafélagsins er Emilía Sól Jónsdóttir, formaður Dansfélagsins er Karen Birta Pálsdóttir Maitsland, formaður ÍMA er Íris Björg Valdimarsdóttir, fulltrúar nemenda í skólaráði eru Baldur Breki Heiðarsson og Bóas Kár Garski Ketilsson. 

Samhliða kosningum í embætti kusu MA-ingar íþróttamann ársins og var Júlíus Orri Ágústsson körfuboltamaður hjá Þór fyrir valinu. 

Menntaskólinn óskar nýrri stjórn og öðrum kjörnum fulltrúum til hamingju með embættin.