Ný stjórn skólafélagsins Hugins
Ný stjórn skólafélagsins Hugins

Ný stjórn hefur tekið við stjórnartaumunum í skólafélaginu Hugin. Kosningar fóru fram í síðustu viku en formleg stjórnarskipti voru í dag í Kvosinni. Skólameistari veitti fráfarandi stjórn silfuruglu skólans í þakklætisskyni fyrir góð störf og samstarf. Hann sagðist hafa hrósað þeim svo oft í vetur að kannski væru þau komin með leið á því.

Þá kvaddi fráfarandi stjórn, þakkaði nemendum öllum fyrir mjög góða þátttöku í félagslífinu á skólaárinu, þátttöku í viðburðum og aðstoð við undirbúning ýmissa viðburða, ekki síst árshátíðina. Birgir Orri, sem lét af embætti sem formaður skólafélagsins, minnti á að þetta var árið sem margt gekk upp, loksins hægt að fara aftur í menningarferð, halda árshátíð á réttum tíma og fjölmenna söngkeppni. Þau afhentu svo nýrri stjórn lyklavöldin og ýmsar skondnar og skrýtnar gjafir sem hefð er orðin fyrir að fylgi hverju embætti.

Nýja stjórn skipa:

Forseti: Krista Sól Guðjónsdóttir

Varaforseti: Tómas Óli Ingvarsson

Gjaldkeri: Sólveig Alexandra Jónsdóttir

Ritari: Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir

Skemmtanastjóri: Magnús Máni Sigurgeirsson

Meðstjórnandi: Sjöfn Hulda Jónsdóttir

Markaðsstjóri: Þórir Örn Björnsson

Forseti hagsmunaráðs: Enok Atli Reykdal