Sumri hallar og nú eru sex vikur liðnar af skólaárinu í MA. Auk rétt um 230 nýnema við skólann hófu fjórir nýir kennarar störf í haust. Það er skólanum keppikefli að taka bæði faglega og hlýlega á móti nýju starfsfólki. Þar spilar nýliðakaffi lykilhlutverk. Þó svo umræddir kennarar séu nánast eins og fiskar í vatni er ómetanlegt að hittast yfir bolla, ræða áskoranir í starfi, velta vöngum og leysa málin saman.

Á myndinni sjást Guðný Vala, Kolbrún Lilja, Hildur sem hellti upp á, Jóhanna Björk og Herdís.

Hildur Hauksdóttir, verkefnastjóri nýliðakaffis